Tékkóslóvakía og Afganistan - rússar fóru burt

Í ágúst 1968 var ég að ljúka sumardvöl minni í Danmörku í heimavistarskóla í Randers á Jótlandi. Þá réðust rússar inn í Tékkóslóvakíu og maður gat þarna horft á sameiginlegt lítið svart hvítt sjónvarp á sal og reynt að skilja heimsviðburði.
Ég hafði ekki heyrt íslensku talaða síðan ég yfirgaf Kastrup flugvöllinn og síðustu samskiptin við Íslending voru að Vigfús tollari stimplaði vegbréfið mitt í júní við brottför frá Keflavík.

Ég man að þegar við spurðum einn ungan kennara þarna í Randers hvort það væri að koma heimstyrjöld þá taldi hann svo ekki vera nema fólk færi að vera með læti?
Ég horfði lengi á tíkalla símann og íhugaði að hringja heim en lét það vera og skrifaði sendibréf í staðinn sem síðan Ólafur 17 ára bróðir minn svaraði því foreldar okkar reyndust vera á ferðalagi.

Ef til vill gerir þessi upplifun úr 13 ára æskunni það að verkum að ég vil frið í heiminum þó svo að ég sé uppalin í Keflavík með ameríska leikfélaga og horfandi á fjöldamargar amerískar bíómyndir og sjónvarpsþætti þar sem lausnirnar voru yfirleitt ekki friðsamlegar og allt svart/hvítt bæði í litavali og lausnum.

Trump vill frið í Úkraínu. Uppákoman í Hvíta húsinu um daginn leysir USA undan loforðum forvera Trumps um ótakmarkaða hernaðaraðstoð og hefur strax haft þau áhrif að "leiðtogarnir" í Evrópu tala nú loks um frið á neyðarsamkomum sínum sem hafa verið mjög tíðar undanfarið en skilað undraverðum litlum árangri.

Rússar eru ekki lengur í Tékkóslóvakíu né heldur Afganistan


mbl.is Bretar og Frakkar munu vinna að friði með Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2025

Um bloggið

Hnoðri

Höfundur

Grímur Kjartansson
Grímur Kjartansson

Ég hef starfað við upplýsingaöryggiskerfi síðan ég tók að mér vorið 2001 að sjá um lögboðið eftirlit Löggildingarstofu með fullgildum rafrænum undirskriftum og strax þá um haustið fékk ég viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir BS7799 og hef síðar fengið viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir ISO27001:2005 og ISO27001:2013.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • fátækir hælisleitendur
  • flotta
  • magga
  • skitur
  • leyen

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 92
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 16747

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband