26.3.2025 | 13:58
Danska - enska
Það má ef til vill rifja upp söguna af ráðherranum sem hélt ræðu í Kaupmannarhöfn á sinni bestu skóladönsku. Þegar henni var lokið þá hallaði einn daninn sér að íslendingi og sagði að það væri stórkostlegt hvað íslenskan og danskan væru lík
Hann hefði bara næstum skilið hvað ráðherrann var að segja.
Ég hef líka margoft séð "slökkna" á íslendingum þegar hlýtt er á danskan fyrirlestur þó þessir sömu hafi kokhraustir lýst yfir að þeir skildu vel dönsku eftir margra ára dönskunám í íslenskum skólum.
Háttsettir yfirmenn hjá Evrópusambandinu tala margir ensku með svo miklum hreim að þeir eru illskiljanlegir en ég held nú að enginn slái þó japönum við í undarlegum áherslu í hrynjanda, sem ég er ekki vanur enda alinn upp með amerískar bíómyndir þar sem kúasmalarnir töluð með mildum drafandi suðurríkja hreim líkt og Jimmy Carter fyrrum forseti.
![]() |
Guðmundur um ræðuna: Fall er fararheill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. mars 2025
Um bloggið
Hnoðri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 259
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 213
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar