18.12.2020 | 13:18
Quis custodiet ipsos custodes?
Það er ekkert nýtt við að senda út falskar uppfærslur á hugbúnaðarkerfum. Flest betri kerfi gera kröfu um að uppfærslu hugbúnaðarpakkinn sé rafrænt undirritaður til að uppruni þeirra sé tryggður en það dugar ekki alltaf til t.d. fann ég þegar ég starfaði hjá Reykjavíkurborg uppfærslu á CCleaner vírusvarnarforrit sem var rétt undirrituð en innihélt samt óværu. Maður hefur líka orðið var við að tölvuþrjótar eru stundum búnir að kortleggja frá A til Ö hverjir samþykkja og hverjir greiða reikninga ásamt fyrirhuguðum ferðalögum starfsmanna svo þeir hafa oft mikla innsýn í kerfin.
Að komast inn í kerfi sem algjörlega er verið að treysta á að það kerfi sé að verja aðra kerfishluta er náttúrlega draumur fyrir tölvuþrjóta sem um tíma komu allir frá Norður Kóreu en núna passar það að kenna Rússum um þó lang líklegast sé að þetta séu Kínverjar sem skanna opinskátt öll raftæki sem koma með ferðamönnum til Kína og hafa gert lengi.
Um vöktunarkerfi líkt og SolarWind gildir það sem Rómverjar sögðu um lífverði Keisarans
Hver mun standa vörð um lífverðina
Með stærstu netárásum sem hafa sést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hnoðri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.