14.9.2022 | 20:24
ESS, orkupakki og ESB
Í dag kom Framkvæmdarstjórnin með tillögur um að skattleggja hagnað orkufyrirtækjanna og ætlast er svo til að þeir fjármunir (140 billion) fari til almennings og fyrirtækja fer ekki örugglega bensíngjaldið á Íslandi allt til vegaframkvæmda?
Almenningur og fyrirtæki í ESB borga svívirðilega hátt orkuverð, fyrirtækin sem selja orkuna eru svo skattlögð og almenningur ásamt fyrirtækjum fær bótagreiðslur frá Ríkinu - sæstreng til Íslands strax.
Einnig skyldar Framkvæmdastjórnin aðildarlöndin til að minnka orkunotkunina um 5%, engar leiðbeiningar fylgdu um hvernig löndin eiga að fara að þessu þið eigið bara að koma með pappíra sem sýna fram á þetta en sjálfagt verða settar á fót eftirlitSSveitir Framkvæmdarstjórnarinnar til að fylgjast með þessu pappírum sem verða eins áreiðanlegir og upprunavottorð rafmagns
Um bloggið
Hnoðri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar sem orkuverðið hefur hækkað mjög mikið, til að mynda í Bretlandi, er engin hætta á öðru en að orkunotkunin minnki um að minnsta kosti 5%.
Menn geta til að mynda hlaðið rafbíla sína og þvegið þvott á nóttunum, þegar orkunotkun heimila og fyrirtækja er minnst og verð á raforku því lægst.
Og í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum hafa verið settir upp snjallmælar á heimilum til að fylgjast með raforkunotkuninni.
"Í fjórða orkupakka Evrópusambandsins er markið sett á að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, þar sem megináherslan verður lögð á að auka græna orku og orkunýtingu og að draga markvisst úr orkunotkun."
"Snjallmælarnir mæla orkunotkun (rafmagn og heitt vatn) með reglulegu millibili og senda upplýsingarnar sjálfkrafa til Veitna. Mælarnir geta einnig greint bilanir og ástand kerfisins."
Snjallmælar - Veitur ohf.
Verð á orku er hins vegar mjög mismunandi í Evrópu, þar á meðal Evrópusambandsríkjunum, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.
Norðmenn selja raforku til Bretlands og Evrópusambandsríkjanna og græða á hærra orkuverði, eins og við Íslendingar.
4.9.2022:
"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar.
Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."
"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýjanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030."
Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana
30.8.2022:
Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins
Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri á hærra orkuverði.
Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu.
Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.
11.8.2022:
"The former UK chancellor Rishi Sunak introduced a windfall tax [hvalrekaskatt] on North Sea oil and gas operators in May."
4.9.2022:
"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs."
Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun
Og einnig er hægt að niðurgreiða verð á raforku í Noregi, rétt eins og hægt væri að gera hér á Íslandi ef við Íslendingar seldum raforku til útlanda, en ólíkt Norðmönnum eigum við enga afgangs raforku.
Þar að auki eru vindmyllur sífellt hagkvæmari og ódýrara er að reisa vindmyllur en að leggja rándýran sæstreng alla leið hingað til Íslands með tilheyrandi orkutapi.
Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi hefur hins vegar lengi verið með því hæsta í heiminum, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.
Fuel prices in Europe in August 2022
Hungary Today, 8.9.2022 (síðastliðinn fimmtudag):
"The Financial Times recently published a lengthy article analyzing energy prices in Europe, concluding that the average price of electricity for British households is at least 30 percent higher than many of its European neighbors, while Hungary has the cheapest gas.
According to the British business and economics newspaper, the situation is so bad in their country because they rely more heavily on natural gas for energy production, which hits consumers hard.
"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours.""
Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.
Þar af leiðandi greiði ég einungis 2.800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn.
Um 70% raforkunotkunar Svía koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og um 30% frá kjarnorkuverum.
Og um 80% af raforkunotkun Austurríkismanna en tæplega helmingur raforkunotkunar Þjóðverja kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Tæplega 70% af raforkunotkun Dana koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og árið 2020 komu að meðaltali 37,5% af raforkunotkuninni í Evrópusambandsríkjunum frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Kjarnorkuver eru í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni, í Hollandi, Belgíu, Finnlandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Slóveníu, Rúmeníu og Búlgaríu.
Og einnig í Bretlandi og Sviss, sem ekki eru í Evrópusambandinu.
6.9.2022:
Closure of Last Two German Nuclear Power Plants Postponed
Í Frakklandi koma um 70% af raforkunotkuninni frá kjarnorkuverum, í Ungverjalandi og Slóvakíu um 50%, í Belgíu, Tékklandi, Slóveníu og Búlgaríu um 40%, í Finnlandi um 34% en á Spáni og í Rúmeníu um 20%.
Nuclear Power in the European Union - March 2022
"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."
Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan.
"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."
Þorsteinn Briem, 14.9.2022 kl. 22:12
Svo má líka skoða færslu Jóns Bjarnasonar um sambærilega stefnu varðandi fiskveiðar
Gæfa Íslands utan ESB - jonbjarnason.blog.is
Segja má að "its all about the money" en ESB er sniðugt og hefur gert rótargreiningu, leitar að uppsprettunni án þess að minnast á aurinn
Grímur Kjartansson, 16.9.2022 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.