Of margir lífeyrissjóðir

Væri ekki tilvalið að taka núna umræðuna um alla þessa lífeyrissjóði sem greinilega eru að fá sína bestu ávöxtun beint úr ríkissjóði!


Það er greinilegt að þrátt fyrir alla þessa fjárfestingar snillingarnir sem þiggja laun hjá lífeyrissjóðunum - sem koma nú og grenja hver um annan þveran 
Þá finna þessir snillingar  enga alvöru fjárfestingakost utan ríkissjóðs

Þannig að lífeyrisgreiðslur koma í raun úr ríkissjóði
þó eftir margvíslegum krókaleiðum sé
því margir þurfa að mata sinn krók
og krókarnir eru margir

Væri ekki bara betra að Ríkissjóður greiddi lífeyrisþegum beint í vasann án allra krókaleiða í gegnum reykfyllt rándýr stjórnarherbergi fjölmargra lífeyrissjóða

 


mbl.is Ekki rétt að slit ÍL-sjóðs þýði greiðslufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Grímur, rétt væri að taka skrefið bara alla leið núna. Leggja lífeyrissjóðakerfið niður í allri sinni dýrð og svo fái bara allir ellilífeyrinn sinn óskertan frá TR. Ef einhverjir vilja safna umfram það er það bara þeirra einkamál. Ekki ætti að vera erfitt að finn eitthvað að gera fyrir þá sem missa störf sín hjá lífeyrissjóðunum við þetta, vantar alltaf í byggingastarfsemi og ferðaþjónustu, þó á eitthvað lægri launum. Hollt fyrir þau kannski að finna á eigin skinni raunveruleika almúgans.

Örn Gunnlaugsson, 25.10.2022 kl. 13:12

2 identicon

Við hjá þessari þjóð erum með allt of margar afætur sem hirða bara ofurlaun sín fyrir lítið vinnuframlag,tökum sem dæmi alþingismenn þeir eru alltof margir, miðað við fólksfjölda í landinu,mætti fækka þeim um helming að skaðalausu,síðan þyrfti að setja stimpilklukku á mætingar hjá þeim í vinnunni,af hverju fá þeir margra mánaða sumarfrí og löng jólafrí.Auðvitað ætti einungis að vera einn lífeyrissjóður og þá væri möguleiki á að reka hann á þann hátt að ellilífeyrisþegar hefðu lífeyrir til hnífs og skeiðar og þyrftu ekki að lepja dauðann úr skelinni eins og er í dag.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 25.10.2022 kl. 16:35

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hjatanlega sammála þér Örn enda hafa mín lífeyrisréttindi verið verulega skert tvívegis og í annað skiptið verulega vegna þess að framkvæmdastjórinn fékk símtal frá Landsbankanum korter fyrir hrun um  að það væri æðislega hagkvæmt að flytja erlendu hlutabrefin yfir í hlutabréf Landsbankans
Að sjálfsögðu gerði hann það sem "sérfæðingurinn" ráðlagði honum

Grímur Kjartansson, 25.10.2022 kl. 18:45

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sammála þér Sigurgeir
Reykjavíkurborg fær Sveitarfélag 68,02%
af mínum sköttum svo mér svíður meir þessi fjölgun á borgarfulltrúum sem fjölgaði en fækkaði ekki í stjórnsýslunni þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað

Grímur Kjartansson, 25.10.2022 kl. 18:51

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Grímur, og taka upp lífeyriskerfi siðaðra þjóða með einum lífeyrissjóð þess opinbera.

Svo mættu þeir sem vilja gambla á markaðnum fá einhverja seinkun á skattlagningu launa, svona ca. 2% ef þeir telja sig þurfa, svona svipað og t.d. í Noregi.

Magnús Sigurðsson, 26.10.2022 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hnoðri

Höfundur

Grímur Kjartansson
Grímur Kjartansson

Ég hef starfað við upplýsingaöryggiskerfi síðan ég tók að mér vorið 2001 að sjá um lögboðið eftirlit Löggildingarstofu með fullgildum rafrænum undirskriftum og strax þá um haustið fékk ég viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir BS7799 og hef síðar fengið viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir ISO27001:2005 og ISO27001:2013.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • leyen
  • leyen
  • undir
  • pension
  • stokk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 11958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband