Danska - enska

Það má ef til vill rifja upp söguna af ráðherranum sem hélt ræðu í Kaupmannarhöfn á sinni bestu skóladönsku. Þegar henni var lokið þá hallaði einn daninn sér að íslendingi og sagði að það væri stórkostlegt hvað íslenskan og danskan væru lík
Hann hefði bara næstum skilið hvað ráðherrann var að segja.

Ég hef líka margoft séð "slökkna" á íslendingum þegar hlýtt er á danskan fyrirlestur þó þessir sömu hafi kokhraustir lýst yfir að þeir skildu vel dönsku eftir margra ára dönskunám í íslenskum skólum.

Háttsettir yfirmenn hjá Evrópusambandinu tala margir ensku með svo miklum hreim að þeir eru illskiljanlegir en ég held nú að enginn slái þó japönum við í undarlegum áherslu í hrynjanda,  sem ég er ekki vanur enda alinn upp með amerískar bíómyndir þar sem kúasmalarnir töluð með mildum drafandi suðurríkja hreim líkt og Jimmy Carter fyrrum forseti.


mbl.is Guðmundur um ræðuna: „Fall er fararheill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Þegar ég var yngri, rétt orðinn tvítugur, þá fór ég með blakliði stúdenta á Norðurlandamót norrænna háskóla í blaki, við voru alveg góðir því við vorum keppnislið, en flestir andstæðingar okkar voru aðeins hobbý-lið stúdenta sem vildu spila blak. En það er ekki minningin, heldur að mótið var haldið á Álandseyjum, og Finnarnir voru ekki glaðværir eða beint hamingjusamir líkt og þeir ljúga á góðum stundum, heldur að sænskumælandi gestgjafar okkar sem við gistum hjá, sem voru að mig minnir kennarar við einhvern skóla, þeir reyndu að tala sænsku við okkur, og við reyndum að tala skóladönsku okkar á móti.

Enginn skyldi neitt, og eftir smá hlátur, og reyndar smá þrjósku í vandræðagangi, þá skiptum við öll yfir í ensku.  Fyndnast var samt að þegar við komum á mótsstað í Maríuhöfn, þá reyndi ekki nokkur að tala skandinavísku við Danina, allir skiptu strax yfir í ensku þegar rætt var við þá.

Guðmundi varð það á að reyna að flytja ræðu á tungumáli sem hann kann ekkert í, hélt að sú vanþekking væri honum til hnjóðs. Gleymandi að einu sinni áttum við Íslendingar menntamálaráðherra sem aðeins talaði íslensku á mannamótum með erlendum gestum, reyndar heimsóttum við hann í ráðherrabúðstaðinn, krakkarnir frá Neiskaupstað eftir snjóflóðin, þá fengu við ekki vín eða brennivín, heldur aðeins Egils Appelsín, ásamt ekki svo mjög góðum kökum.

Vilhjálmur frá Brekku kunni samt dönsku betur en margur á þessum tíma uppúr 1970, enda verið kennari í áratugi.

Það skipti hann ekki máli, hann var íslenskur, og talaði því íslensku, líka á þingi Norðurlandaráðs.

Hafi hann fyrir það mikinn heiður.

Blessuð sé minning hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2025 kl. 19:06

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sæll Ómar

Ég er alin upp við að horfa á Kansjóvarpið og átti ameríska leikfélaga en árið sem ég varð 14 ára þá fór ég einn til Danmerkur á vegum KFUM. Fyrst um sinn þá bjargaði ég mér á ensku því skilningur, orðaforði og danskt tungutak var mér mjög framandi.

Ég lenti síðar á ESB fundum  þar sem töluð var franska og neyddist þá til að hlusta á gegnum þýðendur. En þó ég sé ekki sleipur í þýzku þá vildi frekar hlusta á líflegan stóran þjóðverja beint en gegnum enska túlkinn sem hljómaði eins og hann væri að lýsa náttúrulífsmynd

Grímur Kjartansson, 26.3.2025 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hnoðri

Höfundur

Grímur Kjartansson
Grímur Kjartansson

Ég hef starfað við upplýsingaöryggiskerfi síðan ég tók að mér vorið 2001 að sjá um lögboðið eftirlit Löggildingarstofu með fullgildum rafrænum undirskriftum og strax þá um haustið fékk ég viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir BS7799 og hef síðar fengið viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir ISO27001:2005 og ISO27001:2013.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • fátækir hælisleitendur
  • flotta
  • magga
  • skitur
  • leyen

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 17252

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 216
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband