Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2022 | 08:57
Hetjudáð, hugleysi eða heimska
Hetjudáð, hugleysi eða heimska
Hvað á að kalla það þegar heimtað er að fólk setji líf sitt og limi í hættu við að bjarga öðrum líkt og hetjurnar hafa gert í ótal amerískum bíómyndum.
Í slíkum myndum þá er líka fólk oft barið hraustlega en stendur aftur upp brosandi. Dýrin hafa mennskar tilfinningar og eru oftar en ekki skynsamari en fólkið.
Sumir virðast frekar vilja lifa í þessari Hollywood draumsýn en horfast í augu við raunveruleikann.
![]() |
Lögreglumenn horfðu á mann drukkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2022 | 06:25
Sláandi léleg vinnubrögð
Sláandi léleg vinnubrögð hjá 10.000.000.000 verkefninu Stafræn Reykjavík
Frumkvæðisathugun Persónuverndar leiddi í ljós margvísleg brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlöggjöfinni með notkun kerfisins, m.a. var vinnslusamningur við Seesaw um vinnslu persónuupplýsinga í nemendakerfinu ekki í samræmi við lög, mat á áhrifum á persónuvernd sem Reykjavíkurborg framkvæmdi vegna vinnslunnar var háð verulegum ágöllum og fræðsla til foreldra og forráðamanna nemenda var ófullnægjandi auk þess sem vinnsla persónuupplýsinga skólabarna í nemendakerfinu studdist ekki við fullnægjandi vinnsluheimild. Þá var ekki gætt að meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um meðalhóf og lágmörkun gagna og um sanngjarna og gagnsæja vinnslu, m.a. þar sem Seesaw vinnur persónuupplýsingar foreldra og forráðamanna nemenda í því skyni að beina að þeim markaðssetningu ..
Fastlega má gera ráð fyrir að Persónuvernd sé að skoða fleiri kerfi hjá Stafrænu Reykjavík
![]() |
Reykjavíkurborg fær 5 milljón króna sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2022 | 15:54
Enda þessi hlutabréfamarkaður ólíkindatól
Líkt og sjá má á þessu 8% "hruni" út af lítlilli sölu í Kauphöllinni í Stokkhólm í morgun
https://www.svt.se/nyheter/ekonomi/skramselhicka-pa-borsen-plotsligt-jat
![]() |
Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að skoða bankasölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2022 | 20:21
Hver bestur eða verstur
Í gær kaus fólk í Frakklandi þann sem þeim þótti skárri af 2 slæmum kostum
Sama gerðist í USA fók vildi ekki Biden en síður Trump
Sumir á Íslandi furða sig á fylgi stjórnarflokkanna en eftir að hafa fylgst með stjórnarandstöðunni í dag þá er hún klárlega verri kosturinn flest annað
![]() |
Sakaði formenn stjórnarflokkanna um lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2022 | 18:27
Hann gæti alveg eins gefið upp nafnið
Einhver vildi kaupa hlutabréf fyrir 122 000 000 á markaðsvirði daginn eftir útboð - sennilegt?
87 LMR Partners 1.000.000 117.000.000 0,2222%
88 Monashee Investment Management 1.000.000 117.000.000 0,2222%
![]() |
Kunningi hafi grætt milljónir eftir ábendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2022 | 21:25
10 000 000 000
Nóg er af gæluverkefnum
10 000 000 000 fara í Stafræna Reykjavík þar sem meðal annars stór hópur fólks (minnst 10) hefur verið að finna upp notkun rafrænna undirskrifta.
Í framhaldinu hefur Borgarráð verið beðið um að staðfesta gildi rafrænna undirskrifta þó svo að samkvæmt lögum í landinu þá gildi fullgild rafræn undirskrift skal hafa sömu réttaráhrif og eiginhandarundirskrift og hægt hefði verið að ganga inn í rammasamning Ríkiskaupa um rafrænar undirskriftir og fá þannig örugga gæðavöru á hagkvæmu verði.
![]() |
Segir fjárhagsstöðu borgarinnar grafalvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 10:05
Gervigreind og útboð
Gervigreind "yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur."
Ansi langt seilst að tengja þetta vefumsóknareyðublað um fjárhagsaðstoð við gervigreind
Einnig segir í greininni að Kolibrí hafi verið með lægst tilboð í útboði og gert hafi verið ráð fyrir að þett kostaði miklu meir en 100 miljónir???
Fróðlegt væri að skoða þessi útboðsgögn sem hljóta að vera einstök hjá Reykjavíkurborg þar sem heildarkostnaður við hönnun, þróun og rekstur þessa kerfis er undir kostnaðaráætlun meðan braggaskrifli og almennt viðhald á húsnæði virðist alltaf margfaldast í kostnaði frá áætlun
![]() |
100 milljónir í gerð pdf-skjala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2021 | 19:06
Eru eftirlitsstofnaninar undir eftirtliti?
Það er athyglivert að að eftirlitsstofnar á Íslandi séu ekki með þau stjórnkerfi sem verið er að hafa eftirlit með - hvað þá að að það stjórnkerfi sé vottað af óháðum aðila
Nefna má ISO27001 og ISO27701 sem hægt er að fá vottað að unnið sé samkvæmt en ansi margar stofnanir hafa alsekki þó svo að verið sé að heimta að undirstofnanir vinni eftir þeim
![]() |
Vandrataður meðalvegur hjá eftirlitsstofnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2021 | 15:13
Leyndarhyggja Pírata heldur áfram
Dæmi um fundargerðir Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
fundargerð 14
5. Fram fer kynning á niðurstöðum greiningar Capacent á rekstri Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar. Trúnaðarmál.
fundargerð 15
6. Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs.
Fram fer trúnaðarmerkt kynning þjónustu- og nýsköpunarsviðs á UTR Vegferðin framundan.
Flestir starfsmenn Upplýsingatæknideildar Reykjavíkur voru reknir en svo voru auglýst störf með þessum fínu titlum og launum í samræmi við það
1. Framleiðandi (e. producer), sex stöðugildi
2. Tæknistjóri (e. delivery lead), sex stöðugildi
3. Þjónustuhönnuður (e. user research), sex stöðugildi
4. Viðmótshönnuður (e. UX/UI), sex stöðugildi
5. Forritari f. bakenda, tólf stöðugildi
6. Forritari f. framenda, sex stöðugildi
7. Samþættingarforritari, eitt stöðugildi
Stoðteymi - ráðið verður í eftirfarandi stöður:
1. Lögfræðingur, tvö stöðugildi
2. Sérfræðingur í ferlum, gæða- og áhættustýringu, eitt stöðugildi
3. Sérfræðingur í innri og ytri samskiptum, eitt stöðugildi
4. Sérfræðingur í mannauðsmálum, eitt stöðugildi
5. Sérfræðingur í fjármálum, eitt stöðugildi
6. Gagnagreinir, eitt stöðugildi
- Deildarstjóri framlínuþjónustu
- Framleiðandi
- Stafrænn vöruhönnuður
- Teymisstjóri verkefnastofu
- Þjónustuhönnuður
- Vörustjóri stafrænna lausna -
- Verkefnastjóri Stafrænnar Reykjavíkur -
- Snjallir framendaforritarar
- Tæknistjóri þróunarinnviða -
- Tæknistjóri hugbúnaðarþróunar -
- Tæknistjóri vef- og samþættingarmála -
- Sérfræðingur í innleiðingu hugbúnaðar
- Gæðastjóri hugbúnaðarprófunar -
- Öryggishönnuður tæknireksturs og hugbúnaðarþróunar
og mun fleiri hafa verið ráðnir án auglýsingar
"tímabundið" meðan þeir eru að læra að skrifa starfslýsingu fyrir sig
Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa (reykjavik.is)
Kynning á þessu öllu er að sjálfsögðu ekki virk og hefur ekki verið í allt sumar
![]() |
Enginn ásetningur uppi um að blekkja fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2021 | 21:43
Borðfótur er ekki fótleggur
Við lestur þessarar fréttar þá reyndi ég að muna eftir viðlíka látum þessi 10 ár sem ég bjó í Lundi en án árangurs. Ef til vill voru fjölskyldurnar þá bara ekki orðnar svona fjölmennar.
Ég bjó á jarðhæð og eina nóttina vaknaði ég við einhver bölvuð læti sem ég taldi vera kettir en svo var einhver meiri umgangur svo það endaði með að ég drattaðist á fætur og út þá sá ég að borð sem hafði verið inn á svölum hjá mér var komið út í garð. Ég fór að ná í það og sá þá að það vantaði einn borðfótinn. Gapandi hissa og varla vaknaður sé ég hvar 2 fílelfdir lögrelgumenn koma fyrir hornið og leiða á milli sín velklæddan mann, gott ef hann var ekki í frakka úr Kasmír. Þegar ég er að fylgjast með þeim þá beygir annar lögreglumaðurinn sig niður og tekur upp borðfótinn. Ég tek náttúrlega á rás til þeirra og segi det er min fot (þetta er fótleggurinn minn) þeir horfa hissa á mig og á tímabili hélt ég að þeir ætluðu að handtaka mig líka þarna á náttfötunum um miðja nótt en þá mumlaði maðurinn á milli þeirra eitthvað svo þeir þurftu að hrista hann aðeins til og segja honum að steinþegja. Síðan horfðu þeir á hvorn annan áður en önnur lögreglan hvað upp þann Salamónsdóm að sá handtekni hefði ekki notað borðfótinn og því þyrftu þeir ekki á honum að halda sem sönnunargagn. Svo ég fékk að fara heim með minn fót og setja borðið aftur inn á svalir.
Talandi um svalir þá náði nágranni minn sér eitt sinn í hrúgu af lifandi kjúklingum og henti þeim upp á svalir hjá sér svo heyrði maður lætin í hópnum þegar hann fór og náði í einn og einn til að slátra.
Annars ríkti bara ró og friður þó maður muni eftir einni skotárás en hún var í Stokkhólmi og vakti heimsathygli
![]() |
Hópslagsmál víða í Lundi í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.9.2021 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hnoðri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 186
- Frá upphafi: 17478
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar