Borðfótur er ekki fótleggur

Við lestur þessarar fréttar þá reyndi ég að muna eftir viðlíka látum þessi 10 ár sem ég bjó í Lundi en án árangurs. Ef til vill voru fjölskyldurnar þá bara ekki orðnar svona fjölmennar.

Ég bjó á jarðhæð og eina nóttina vaknaði ég við einhver bölvuð læti sem ég taldi vera kettir en svo var einhver meiri umgangur svo það endaði með að ég drattaðist á fætur og út  þá sá ég að borð sem hafði verið inn á svölum hjá mér var komið út í garð. Ég fór að ná í það og sá þá að það vantaði einn borðfótinn. Gapandi hissa og varla vaknaður sé ég hvar 2 fílelfdir lögrelgumenn koma fyrir hornið og leiða á milli sín velklæddan mann, gott ef hann var ekki í frakka úr Kasmír. Þegar ég er að fylgjast með þeim þá beygir annar lögreglumaðurinn sig niður og tekur upp borðfótinn. Ég tek náttúrlega á rás til þeirra og segi „det er min fot“  (þetta er fótleggurinn minn) þeir horfa hissa á mig og á tímabili hélt ég að þeir ætluðu að handtaka mig líka þarna á náttfötunum um miðja nótt en þá mumlaði maðurinn á milli þeirra eitthvað svo þeir þurftu að hrista hann aðeins til og segja honum að steinþegja.  Síðan horfðu þeir á hvorn annan áður en önnur lögreglan hvað upp þann Salamónsdóm að sá handtekni hefði ekki notað borðfótinn og því þyrftu þeir ekki á honum að halda sem sönnunargagn. Svo ég fékk að fara heim með minn fót og setja borðið aftur inn á svalir.

Talandi um svalir þá náði nágranni minn sér eitt sinn í hrúgu af lifandi kjúklingum og henti þeim upp á svalir hjá sér svo heyrði maður lætin í hópnum þegar hann fór og náði í einn og einn til að slátra.

Annars ríkti bara ró og friður þó maður muni eftir einni skotárás en hún var í Stokkhólmi og vakti heimsathygli


mbl.is Hópslagsmál víða í Lundi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hnoðri

Höfundur

Grímur Kjartansson
Grímur Kjartansson

Ég hef starfað við upplýsingaöryggiskerfi síðan ég tók að mér vorið 2001 að sjá um lögboðið eftirlit Löggildingarstofu með fullgildum rafrænum undirskriftum og strax þá um haustið fékk ég viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir BS7799 og hef síðar fengið viðurkenningu BSI sem úttektaraðili fyrir ISO27001:2005 og ISO27001:2013.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • skitur
  • leyen
  • leyen
  • undir
  • pension

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 12359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband